Húseigendafélagið hefur á undanförnum vikum fengið fjölmargar fyrirspurnir um bótaábyrgð vegna snjóslysa. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, sá því tilefni til þess að fjalla nánar um málið. Hann ritaði greinarkorn á dögunum sem ber heitið “Hálka, grýlukerti og gulur snjór”, en í greininni fjallar hann um bótaábyrgð vegna hálkuslysa og þegar snjóhengjur og grýlukerti falla af þökum og valda slysum og skemmdum á bílum o.fl. Greinina má lesa í greinasafni Húseigendafélagsins með því að smella hér:

Staða húseigenda vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldgoss við Grindavík
Ófremdarástand hefur ríkt í Grindavík síðustu daga líkt og flestir landsmenn kannast eflaust við. Þann 10. nóvember sl. tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum þá ákvörðun, í samráði við Almannavarnir, að rýma