Félagsmenn hjá Húseigendafélaginu geta fengið svör við almennum fyrirspurnum í síma 588-9567 og á netfangið postur@huso.is og er það innifalið í félagsgjaldinu.
Almennar fyrirspurnir geta t.d. verið um kostnaðarskiptingar, um boðun húsfundar, gluggar, sameign eða séreign, fyrstu skref varðandi ónæði, dýrahald, nábýlisrétt, framkvæmdir og fjármögnun, lóðir og skyldur og umgengni í fjöleignarhúsum.
Þjónustufulltrúar félagsins kappkosta við að svara þeim fyrirspurnum sem berast en í sumum tilvikum eru fyrirspurnir þess eðlis að þörf sé á að skoða málefnið nánar, það á t.d. við ef um er að ræða langa forsögu, matsatriði, nauðsynlegt að rýna í gögn til að geta svarað með fullnægjandi hætti og/eða þörf sé á bréfaskriftum. Í þeim tilvikum eiga fyrirspurnir í mörgum tilvikum frekar heima inni á borði hjá lögfræðingi félagsins.