Skilmálar félagsins

 1. Skilmálar fyrir inngöngu í Húseigendafélagið
 2. Umsækjandi hefur kynnt sér samþykktir (lög) Húseigendafélagsins og önnur fyrirliggjandi gögn um félagið, starfsemi þess og þjónustu, þ.m.t. gjaldskrá fyrir lögfræðiþjónustuna.
 3. Félagsgjaldið miðast við almannaksárið og greiðist í fyrsta sinn við inngöngu og reiknast fullt árgjald óháð því hvenær ársins inngangan er.
 4. Félagsréttindi verða virk þegar greiðsla fer fram en ekki við nýskráningu.
 5. Félagsgjöldin eru annars innheimt í ársbyrjun og eru félagar skuldbundnir til að standa skil á þeim á réttum tíma.
 6. Lögfræðiþjónustan er einskorðuð við félagsmenn vegna fasteigna þeirra og utan hennar falla mál, sem varða eignir annarra, þótt félagsmaður beri þau upp.
 7. Lögfræðiþjónusta við húsfélög er bundin því skilyrði að húsfélagið eða a.m.k. meiri hluti eigenda sé í Húseigendafélaginu.
 8. Til að eiga rétt á lögfræðiþjónustu verður félagsmaður að vera skuldlaus við félagið.
 9. Innganga húsfélaga skal byggjast á lögmætri ákvörðun samkvæmt lögum um fjöleignarhús. Sama gildir um úrsögn húsfélags. Skal ljósrit af fundargerð fylgja með inntökubeiðni og/eða úrsagnartilkynningu.
 10. Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og miðast við næstu áramót eftir að úrsögn berst skrifstofu félagsins. Við úrsögn er félagsgjald yfirstandandi árs óafturkræft.
 11. Hafi úrsögn ekki borist skrifstofunni fyrir áramót er félagsmaður skuldbundinn til að greiða félagsgjald næsta árs enda nýtur hann þá allra félagsréttinda.
 12. Þegar húsfélag í fjöleignarhúsi gengur í Húseigendafélagið er félagsgjaldið margfeldið af fjölda eignarhluta.
 13. Húsfélagið er  sjálfstæður félagsaðili og ábyrgt gagnvart Húseigendafélaginu fyrir heildarfélagsgjaldinu og innheimtir hlutdeild íbúðareigenda. Hver íbúðareigandi hefur einnig sjálfstæð félagsréttindi.
 14. Séu fyrir í Húseigendafélaginu íbúðareigendur sem hafa goldið fullt einstaklingsgjald, þá greiðir húsfélagið samt sem áður félagsgjald miðað við alla eignarhluta samkvæmt framansögðu.
 15. Þegar svo háttar fá viðkomandi íbúðareigendur einstaklingsfélagsgjöld þess árs endurgreidd enda óski þeir skriflega eftir því fyrir næstu áramót og segi jafnframt upp einstaklingsaðild sinni. Hafi viðkomandi íbúðareigandi þegið lögfræðiþjónustu á grundvelli félagsaðildar sinnar kemur ekki til endurgreiðslu.
 16. Íbúðareigendur þurfa sjálfir að hafa frumkvæði og að gæta hagsmuna sinna í þessu efni.
 17. Endurgreiðsla getur aldrei numið meiru en einu ársgjaldi. Allt umfram það er óafturkræft.
 18. Varnarþing Húseigendafélagsins er í Reykjavík. Skilmálar þessir eru í samræmi við lög.

Skilmálar við bókun á lögfræðiviðtali

 1. Húseigendafélagið áskilur sér rétt til að færa til viðtalstíma eða endurgreiða viðtalsgjaldið ef því er að skipta.
 2. Öll verð eru með inniföldum virðisaukaskatti.
 3. Sum erindi eru þess eðlis að hægt er að afgreiða þau í einum viðtalstíma, en flest kalla þau á meiri vinnu, yfirlegu, rannsóknir, gagnaöflun, úrvinnslu, skjalagerð og skriftir, bréfaskriftir, álitsgerðir, fundahöld o.fl. Vinna við einstök mál getur því verið frá hálfri og allt að mörgum klukkustundum eftir eðli og umfangi.
 4. Afpanta má viðtalstímann fyrir kl. 11.00 deginum áður og óska eftir að fá tímagjaldið endurgreitt. Ef forföll eru ekki boðuð fyrir þann tíma er haldið eftir forfallagjaldi að 7.000 kr.
 5. Húseigendafélagið heitir fullum trúnaði um allar upplýsingar sem veittar eru. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila.
 6. Sé um ágreining milli félagsmanna að ræða mun lögfræðingar félagsins kappkosta við að sætta deilduaðila á grundvelli hlutlausrar lagatúlkunar. Reynist það ekki unnt er aðilum, öðrum, báðum eða öllum, eftir atvikum vísað á sjálfstætt starfandi lögmenn og/eða kærunefnd húsamála.
 7. Lögfræðingar félagsins hafa almennt ekki tök á að setja inn í mál eða skoða gögn fyrir lögfræðiviðtalið.
 8. Við kaup á húsfundaþjónustu er heildarverðið að lágmarki 85.000 kr. þar af er undirbúningsfundur 28.000 kr.
 9. Varnarþing Húseigendafélagsins er í Reykjavík. Skilmálar þessir eru í samræmi við lög.

Karfa
 • Engar vörur í körfu.