Námskeið

Húseigendafélagið mun á nýju ári halda mánaðarleg námskeið um hin ýmsu mál líðandi stundar sem félagsmönnum gefst kostur á að sitja. Námskeiðin verða til að mynda um rafbílavæðingu, fjármál húsfélaga, framkvæmdir, kaup- og sölu fasteigna og leigumál.

Námskeiðin verða haldin í Háskóla Íslands þegar fjöldatakmörkunum verða aflétt en fyrst um sinn í formi fjarfundar.

Að svo stöddu verður ekki tekið gjald fyrir setu á námskeiðinu en það verður fjöldatakmörkun, því er mikilvægt að félagsmenn skrá sig á námskeiðið á innra svæði heimasíðunnar.

Karfa
  • Engar vörur í körfu.