fbpx

Um félagið

Húseigendafélagið á sér langa tilvist og sögu. Það var stofnað árið 1923 og hefur starfað óslitið síðan. Það er almennt hagsmunafélag húseigenda. Gildir einu hvort fasteignin er einbýlishús, íbúð í fjöleignarhúsi, atvinnuhúsnæði, land eða jörð og hvort sem hún er til eigin nota eða útleigu. Það geta allir fasteignaeigendur, einstaklingar, félög og fyrirtæki gerst félagar. Félagsmenn eru um tíu þúsund og hefur farið jafnt og þétt fjölgandi undanfarna áratugi. Mest hefur fjölgunin verið meðal húsfélaga í fjöleignarhúsum en í félaginu eru nú um 800 húsfélög.