Húseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum, sem varða fasteignir og eigendur þeirra. Lögfræðiþjónustan hefur verið þungamiðjan í starfsemi félagsins síðustu áratugi. Fyrir lögfræðiþjónustuna er tekin þóknun samkvæmt tímagjaldi, sem er verulega lægra en hjá sjálfstætt starfandi lögmönnum. Félagsmenn hjá félaginu verulega niðurgreidda lögfræðiþjónustu og er félagsgjaldið mjög fljótt að skila sér til baka með því og það oft margfalt.
Það er ómetanlegt fyrir húsfélög sem vilja hafa allt á hreinu að geta tryggt hagsmuni félagsins og eigenda á hagkvæman hátt með því að ganga í Húseigendafélagið og fá hjá því lögfræði- og húsfundaþjónustu. Aðild að Húseigendafélaginu er skynsamleg, hagkvæm ráðstöfun og þess eðlis að einfaldur meirihluti eigenda á húsfundi, miðað við hlutfallstölur, geta tekið ákvörðun um inngöngu í félagið. Innifalið í félagsgjaldi húsfélaga er lagaleg hraðþjónusta. Stjórn húsfélaga geta hringt inn og fengið símaviðtal við lögfræðing sama eða næsta virka dag án auka kostnaðar.