Starfsemi Húseigendafélagsins er þríþætt:

Almenn hagsmunagæsla

Húseigendafélagið er fyrst og fremst almenn hagsmunasamtök fasteigna- eigenda hér á landi og gegnir í því efni mjög mikilvægu hlutverki og hefur á 90 ára starfsferli haft veruleg áhrif þeim til framdráttar og staðið dyggan vörð um hagsmuni þeirra. Hagsmunagæsla- og barátta fyrir félagsmenn og fasteignaeigendur yfirleitt snýr einkum gagnvart stjórnvöldum, t.d. í löggjafar- og skattamálum. 

Almenn fræðslustarfsemi

Á skrifstofu félagsins að Síðumúla 29, fá félagsmenn upplýsingar, gögn og ráðgjöf um hvaðeina sem snertir eignir þeirra og hagsmuni. Þangað geta félagsmenn komið eða hringt og fengið úrlausn sinna mála. Á skrifstofunni eru fyrirliggjandi margvísleg gögn og upplýsingar, s.s. lög og reglugerðir, eyðublöð fyrir húsaleigusamninga og fræðsluefni af ýmsu tagi. Húseigendafélagið er upplýsingasjóður og fróðleiksbanki sem hefur að geyma fjölda lögfræðilegra greina sem félagsmenn geta fengið endurgjaldslaust. Greinar þessar eru skrifaðar ýmist af formanni Húseigendafélagsins og lögfræðingum félagsins.

Ráðgjöf og þjónusta

Um áratugaskeið hefur Húseigendafélagið rekið sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum, sem snerta fasteignir og eigendur þeirra. Endurgjaldið sem félagsmenn greiða fyrir lögfræðiþjónustuna er verulega lægra en sjálfstætt starfandi lögmenn taka fyrir sambærilega þjónustu.

Fréttir

Framundan og ný gjaldskrá

Ágætu félagsmenn, 

Stjórn og starfsfólk Húseigendafélagsins óskar ykkur gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári. Framundan eru allnokkrar nýjungar hjá félaginu til að auka þjónustuna við félagsmenn. Í lok janúar fer ný heimasíða í loftið með m.a. námskeiðum, kennslumyndböndum og uppfærðu greinasafni.

Ný gjaldskrá tekur gildi frá og með 1. janúar 2021. Félagsgjald fyrir einstaklinga er óbreytt frá fyrra ári en félagsgjöld fyrir húsfélög breytast ýmist til lækkunar eða hækkunar. Minnt er á að allir eigendur fasteigna í húsfélagi sem er félagsmaður í Húseigendafélaginu, eru einnig félagsmenn og geta þeir því sótt um aðgang að innra svæði heimasíðu okkar og nýtt sér að öðru leyti þjónustu félagsins.

Í ljósi tilmæla heilbrigðisyfirvalda vegna Covid-19 veirunnar verður móttaka Húseigendafélagsins áfram lokuð til 20. janúar nk. Svarað verður í síma 588-9567 mánudaga til fimmtudaga kl. 10-14 og föstudaga kl. 10-12. Áríðandi skilaboð má setja í bréfalúguna eða senda í tölvupósti á postur@huso.is


Hver er hagurinn af félagsaðild?

Félagsaðild er forsenda fyrir þjónustu félagsins. Það eru félagsmenn sem standa undir starfsemi þess að öllu leyti. Félagið nýtur engra styrkja og stendur alfarið á eigin fótum. Húseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu sem hefur verið þungamiðjan í starfsemi félagsins síðustu áratugi. Býr félagið yfir mikilli og sérhæfðri þekkingu og reynslu í fasteignalögfræði, ekki síst í málum fjöleignarhúsa og húsfélaga. Með félagsaðild öðlast einstaklingar og húsfélög aðgang að þekkingarbanka félagsins, sérhæfðri lögfræðiþjónustu og húsfundarþjónustu. Slíkar upplýsingar og þjónustu er hvergi annars staðar að fá. 

Þú getur skráð þig í félagið hér. 

Lykilorð fyrir innrasvæði

Ágæti félagsmaður, hægt er að óska eftir lykilorði til að geta skráð sig inn á innrasvæði heimasíðunnar með því að smella hér. Á innrasvæði heimasíðunnar er hægt að panta viðtal við lögfræðing félagsins, panta húsaleiguþjónustu og húsfundaþjónustu. Félagmenn geta nálgast nánari svör við algengum spurningu og sent fyrirspurnir. Kveðja Húseigendafélagið

Meira

Dýrahald í fjölbýli

Samkvæmt lögum um fjöleignarhús er hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Þegar svo háttar getur húsfélag eða húsfélagsdeild með samþykki 2/3 hluta eigenda veitt annaðhvort almennt leyfi til hunda- og/eða kattahalds eða einstökum eigendum slíkt leyfi vegna tiltekins dýrs. Húsfélag getur bundið slíkt leyfi skilyrðum. Eigandi skal afla samþykkis annarra eigenda og fá leyfi fyrir dýrinu samkvæmt reglum viðkomandi sveitarfélags, þar sem það á við, áður en dýrið kemur í húsið. Eigandi skal láta húsfélagi í té ljósrit af leyfinu. Gæta skal jafnræðis við veitingu samþykkis og er óheimilt að mismuna eigendum sem eiga jafnan rétt í þessu efni. Samþykkið er óafturkallanlegt að óbreyttum forsendum en þinglýsingar er þörf til að það haldi gagnvart síðari eigendum í góðri trú.

Meira

Framkvæmdir

Mikilvægt er að hefja undirbúning framkvæmda tímanlega og vanda til verka. Húsfélög sem fara af stað í tæka tíð eiga miklu betri möguleika á að fá góða ráðgjafa og verktaka. Í fjöleignarhúsum þarf að liggja fyrir lögleg ákvörðun um framkvæmdir. Í framhaldi af því er fenginn hlutlaus sérfræðingur til að meta ástand hússins og viðgerðarþörf. Húsfélög er hvött til að leita aðeins til valinkunnra sérfræðinga en ekki að reyna að meta það sjálfir. Sé um minni verk að ræða er hægt að óska eftir tilboðum frá verktaka eða verktökum. Við stærri verk er ráðgjafinn yfirleitt fenginn til að útbúa útboðsgögn og sjá um útboði. Mikilvægt er að gæta þess að viðurkenndir meistarar standi fyrir viðhaldsverkum þar sem slík verk eru oftast vandasöm. Hyggist húsfélagið taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar verður jafnframt að geta tillögu þar að lútandi í fundarboði. Slík lántaka húsfélagsins getur verið með ýmsum útfærslum og blæbrigðum. Húsfélagið sem slíkt getur verið lántakandi en þá er brýnt að vel sé að öllu staðið viðvíkjandi ákvörðunartökuna. Rétt er að geta þess að slík að enginn íbúðaeigandi verður knúinn til að taka lán ef hann vill heldur greiða hlutdeild sína í peningum.

Meira

Kostnaðarskipting

Eigandi skal sjá um og kosta allt viðhald og allan rekstur á séreign sinni, þ.m.t. á búnaði, tækjum og lögnum hennar. Telst slíkur kostnaður, hverju nafni sem nefnist, sérkostnaður. Sömuleiðis er eigandi ábyrgur fyrir tjóni sem verður á öðrum eignum eða sameign vegna óhapps í séreign hans eða bilunar á búnaði hennar. Sameiginlegur kostnaður er kostnaður sem snertir sameign, sameiginlega lóð, búnað og lagnir, svo og vatns-, hita- og rafmagnskostnaður. Einnig skaðabætur sem húsfélaginu er gert að greiða. Sameiginlegur kostnaður er fólginn i viðhaldi, viðgerðum, endurbótum, endurnýjunum, umhirðu og rekstri á sameign, úti og inni. Það er skilyrði þess að kostnaður teljist sameiginlegur að ákvörðun hafi verið tekin í samræmi við lagafyrirmæli. Það eru löglíkur á því að kostnaður í fjöleignarhúsi sér sameiginlegur en ekki sérkostnaður. Sömuleiðis eru líkur á því að kostnaður sameiginlegur öllum fremur en sumum.

Meira

Fjöleignarhús eru hús sem skiptast í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign. Þau geta verið fjölbýlishús með íbúðum eingöngu, blandað húsnæði og húsnæði til annars en íbúðar. Fjöleignarhús geta verið frá tvíbýlishúsum upp í stórhýsi með tugum og jafnvel hundruðum eignarhluta. Um fjöleignarhús gilda sérstök lög sem eru nr. 26 frá árinu 1994 og má nálgast nýjustu útgáfu laganna hér.

Um húsaleigusamninga  gilda lög frá 1994 sem eru að mestu  ófrávíkjanleg hvað snertir rétt leigjanda íbúðarhúsnæðis. Það má almennt ekki með samningi auka skyldur hans né rýra rétt hans frá því sem lögin mæla fyri um  Þótt lagaleg staða leigusala sé almennt góð þá kostar það yfirleitt tíma, fyrirhöfn og fjárútlát að rétta hlut hans við samningsbrot. Aðilar eru hvattir til  að kynna sér lögin vel og vanda undirbúning og samninsgerð. Með góðum undirbúningi og varkárni má girða fyrir dýr, tímafrek og erfið eftirmál. Nálgast má nýjustu útgáfu laganna hér.